Ómur Yoga & Gongsetur

Verið velkomin í bjarta og fallega yogastöð í hjarta Akureyrar, við ráðhústorg.

Við bjóðum upp á fjölbreytta yogatíma, gongslökun, yoga nidra og gestakennara (innlenda og erlenda) því okkar hjartans ósk er að þetta sé staður þar sem allar sálir geta lært, vaxið og fengið stuðning til að upplifa jákvæða breytingu á eigin lífi.

 

Við erum einnig gongsetur og veitum ráðgjöf um og seljum gong. Við bjóðum einkatíma og námskeið í þessari ævafornu heilunarlist.

 

Yoga er upprunnið fyrir mörg þúsundum ára. Það kemur frá Indlandi og hefur í raun verið í sífelldri þróun frá upphafi tíma milli kynslóða og kennara. Orðið yoga þýðir yoke eða sameining; tenging.

Ástundun yoga færir okkur jafnvægi innra og ytra og leitast við að gera okkur að heilsteyptari manneskjum sem eru færar um að takast á við lífsins áskoranir af yfirvegun í tengslum við innri styrk.

Hér fyrir neðan er hægt að lesa um yogatímana sem við bjóðum upp á. Allir kennarar okkar hafa lokið amk 200 tíma námi í Yoga.

Bókaðu tíma hér eða í gegnum Mind Body appið!

Hvaða tímar henta mér?

Um kennarana okkar

Yogaflæði og djúpslökun

Áhersla er á hægt og íhugult jógaflæði (slow flow) í bland við grunnstöður, pranayama og hugleiðslur.

Hægt er að koma inn sem byrjandi í þessa tíma að því gefnu að þú sért með samþykki læknis/sjúkraþjálfara ef að um uppbyggingu eftir meiðsli er að ræða. Ef um ræðir almennan stirðleika og hreyfingarleysi þá er í góðu lagi að koma, hlusta á líkamann og vera með.

 

Í lokin er leidd yoga nidra slökun eða gongslökun. Hentar byrjendum og lengra komnum.

Gongslökun

Heilandi hljómfall gongsins er ævaforn leið til að finna hugarró, vellíðan og frið. 6 mismunandi gong eru í Ómi Yoga & Gongsetri. Þiggjendur liggja á dýnu með teppi og púða, koma sér sem allra best fyrir og njóta þess að fá svokallað hljóðbað.

Allur líkaminn tekur hljómana inn. Tíðni gonganna er jafnvægisstillandi og orkugefandi og fer inn í hverja frumu líkamans. Hugurinn hvílist oftar en ekki og fólk upplifir létti og opnun sem skapast þegar hugarró færist yfir.

Arnbjörg spilar á þriðjudagskvöldum klukkan 20:15-21:15. Nauðsynlegt er að skrá sig á Mind Body appinu okkar fyrirfram. Þú getur líka prófað að koma og sjá til hvort er ekki laust. Yfirleitt sleppur þetta :).

Iyengar Yoga (Iyengar based yoga)

BKS. Iyengar lagði áherslu á að allir ættu að geta stundað jóga, hvar sem þeir eru staddir í líkama sínu og lífi. Iyengar yoga hentar byrjendum og lengra komnum.

 

Notast er við "props" eða áhöld ef þörf krefur svo sem yogablokkir, teppi eða ólar til að aðstoða einstaklingum að ná tökum á yogastöðum.

Árný kennir tímana á laugardögum og lærði yoga sem er byggt á Iyengar hefðinni.

Restorative Yoga

Restorative yogatímarnir eru kenndir að hætti Judith Lasater sem hefur sérhæft sig í savasana og því að slaka sem best á mannslíkama sem hefur verið undir langvarandi streitu og spenna býr í.

 

Notast er við þykkar dýnur, stóra púða undir hné og stuðning við líkamann. Aðeins komast 12 í hvern tíma og er góð hugmynd að skrá sig á omurakureyri@gmail.com til að tryggja þitt pláss. 

Árný kennir tímana.

Yin Yoga

Yin yoga er rólegt yoga þar sem gerðar eru 5-6 grunnstöður í hverjum hádegisstíma í 3-5 mínútu.

 

Tilgangurinn er að komast í dýpri teygju og teygja á innri lögum bandvefs í líkama.

 

Hver staða er andlegt ferðalag þar sem við öndum, kyrrum hugann og gefum eftir líkamlega og tilfinningalega.

Arnbjörg Kristín kennir tímana auk afleysingarkennara.

Fylgist með á Mind Body appinu hver er að kenna.

Yoga Nidra

Yoga Nidra er djúpslökunarstund þar sem þiggjandi liggur í savasana (liggjandi stöðu) og er leiddur í dýpri og dýpri slökun.

 

Yoga nidra er kallað jógískur djúpsvefn og er mjög endurnærandi og jarðtengjandi stund. Einn tími hleður líkamann af orku og losar streitu.

Arnbjörg Kristín og Birna Pétursdóttir kenna kl 12-12:45 á miðvikudögum og föstudögum. 

Kundalini Yoga

Kundalini Yoga eftir forskrift Yogi Bhajan er umbreytandi,

andlegt og fjölbreytt yoga. Hver tími samanstendur af tengingu inn með möntru, upphitun, kriyu (röð yogastaða), slökun og hugleiðslu. Kriyur og hugleiðslu í þessu yoga geta verið að vinna með hugrekki, kærleika, samhygð, sterkara taugakerfi, gleði eða velsæld.

Kennt er klukkan 10-11:15 á fimmtudögum. Arnbjörg Kristín kennir auk afleysingarkennara..

Vinyasa Krama yoga

 

Vinyasa Krama Yoga kemur frá Ramaswami sem var nemandi Krishnamacharya til 30 ára. Það er hægt, íhugult og inniheldur fjölda yogasería sem tengjast saman í einföldu flæði.

Mikil áhersla er á pranyama sem hluti af tíma og á meðan á æfingunum stendur. Vinyasa Krama hentar öllum.

Hugleiðsla

Vertu velkomin á hugleiðslunámskeið fyrir alla sem vilja tileinka sér leiðir til að kyrra hugann á áhrifaríkan hátt í daglegu lífi.
Kenndar verða nokkrar einfaldar hugleiðslur á námskeiðinu þar sem stuðst er við öndun, núvitund og slökunaraðferðir í lok hvers tíma.

Námskeiðið hentar fólki vel vill lifa núna, taka upp ný og betri lífsviðhorf og njóta lífsins í lífi og starfi. Þáttakendur eru svo hvattir til að ástunda reglulega heima milli tíma.


Næsta 4 vikna námskeið hefst í ágúst.

Arnbjörg Kristín Konráðsdóttir
 

Arnbjörg Kristín sér um daglegan rekstur Óms og leggur áherslu á hægt og íhugult jógaflæði (slow flow) í bland við grunnstöður, pranayama og hugleiðslur. Í lokin er yfirleitt yoga nidra frá hefð Bihar eða gongslökun.

Einnig spilar hún á gong, kennir á gong, heldur hugleiðslunámskeið og leggur rækt við 11 ára son sinn sem vinnur stundum í afgreiðslunni.

Hún hefur lært og starfað með fjölmörgum dýrmætum kennurum innan hefðar Kundalini yoga eftir forskrift Yogi Bhajan, Ashtanga Yoga ásamt kennurum í Vinyasa flæði, Yoga nidra, barnajóga og fjölskyldujóga.

Til að nefna aðeins nokkra eru: Shiv Charan Singh, Shakta Kaur Khalsa, stofnandi og kennari í Radiant Child Yoga, Gurudass Kaur, Nirinjan Kaur, Bibi Nanaki, Gurudharam Singh Khalsa, Mooji, Siri Atma S. Khalsa, Guru Dev Singh, Ingibjörg Stefánsdóttir, Harmony Slater, Sven Butz, Ryan C. Leier and Lauren Scruton.

Arnbjörg gaf út bókina Hin sanna náttúra árið 2013 í Ómi Yoga & Gongsetri og hjá Sölku forlagi. Hún er ein stofnenda og er í forsvari fyrir styrktarfélagið Jógahjartað sem vinnur að auknu aðgengi jóga, hugleiðslu og slökunar innan grunnskólakerfisins fyrir ungt fólk. Félagið einbeitir sér nú að árlegum hugleiðsludegi grunnskólabarna. www.jogahjartad.com

Hún býður einkatíma í yoga/hljóðheilun og núvitundarheiluninni Sat Nam Rasayan. Hún kennir einnig kennaranám í HAF Yoga (Holistic Aqua Flow) á Heilsustofnun í Hveragerði í þriðja sinn í vetur.

​Árný Ingveldur Brynjarsdóttir

 

Árný kennir Restorative yoga og Iyengar yoga í Ómi en hún lauk kennaranámi sínu í jóga, byggðum á forskrift Iyengar (Hatha jóga) árið 2017. Iyengar lagði áherslu á að allir ættu að geta stundað jóga, hvar sem þeir eru staddir í líkama sínu og lífi.

Einnig hefur Árný setið ýmiss námskeið og lagt mikla áherslu á líffæra og lífeðlisfræði líkamans og sérhæfir sig í slökunar jóga að forskrift Judith Lasater (Restorative yoga).


“Jóga er hér til að þjóna þínum líkama á þeim stað sem hann er núna. “

Tinna Sif Sigurðardóttir

Tinna er með bakgrunn í líkamsrækt og ýmis konar hreyfingu. Hún hefur leitast við að skoða hvað það þýðir að vera í jafnvægi og samhljómi við innra sjálfið. Sú leit leiddi hana að yogaástundun. Yoga hefur reynst henni mikilvægt við að læra að hægja á taktinum og horfa á dýpri tilgang lífsins og innsæi á erfiðum stundum og að vaxa sem manneskja.

Hún lærði að hlusta á líkamann þegar hún kynntist yoga þrátt fyrir að hafa lagt stund á ýmsi konar líkamsrækt og hreyfingu. Nú langar hana til að deila viskunni sem leynist innra með okkur öllum til að lifa heilbrigðara lífi í jafnvægi. Ef Tinna er ekki á yogadýnunni er hún að útbúa heilsurétti úr jurtaríkinu, æfa sig í handstöðum, acro yoga, dansa eða ferðast. 

 

Jacob Wood

Jacob kemur frá Bandaríkjunum og hefur lagt stund á yoga frá barnæsku, nokkrar af hans fyrstu minningum tengjast því að gera sólarhyllinguna með foreldrum sínum. Ákvörðun hans að verða yogakennari á sér rætur í þeim ásetningi að hjálpa öðrum að yfirvinna innri hindranir og sigrast á áskorunum lífsins og finna jafnvægi.

Yoga hefur ávallt verið leið sem Jacob hefur kennt til að afhjúpa dýpt og sálartengingu sem býr í okkur og finna sannleika í okkar lífi. Hann nýtur þess að tengjat samfélagi, gleði, trausti og eiga í samskiptum við aðra á yogaleiðinni.

Jacob er einnig lærður nuddari (LMT), er með 200 tíma Yoga Alliance kennararéttindi, Level 2 í ActoYoga og hefur kennt Yoga, Vinyansa flæði og Acro Yoga sl 8 ár. Hann er mikill útivistarmaður og leggur stund á fjallahjólreiðar, (kitesurfing), hlaup og alla útivist.

Jacob kennir karlayoganámskeið, byrjendanámskeið ásamt Tinnu og Acro Yoga í Ómi.

Herdís Björk Þórðardóttir

Herdís lauk 200 klst yoganámi hjá Kristbjörgur og einnig Francois Raoult.

Hún lærði yoga nidra þess að auki og kennir það í Ómi á föstudögum að jafnaði.

Birna Pétursdóttir

 

Birna byrjaði ung að stunda jóga og dreymdi um að fara í kennaranám á framandi slóðum. Haustið 2016 lét hún svo verða af því og fór til Tælands þar sem hún tók 200klst jógakennaranám. Hennar jóga iðkun hefur talvert breyst síðustu ár, en hún hefur farið úr því að snúast mest um styrk og liðleika (sjálfar stöðurnar) og meira yfir í andlegu hliðina. Jóga spilar stóran part í öllu sem Birna geri.

Í mars fór hún til Costa Rica á námskeið þar sem komu saman 20 konur og köfuðum djúpt í andleg fræði, heilrækt og seremóníur. Þær lögðum stund á jóga og drukkum hreint kakó, sungum mikið saman og lærðum að hlusta á hver aðra með opnu hjarta. Þetta var dýrmæt reynsla sem hún er ótrúlega þakklát fyrir.

Wise Womban Way facilitator hjá Womben Wellness (100klst)
Jóga Nidra kennaranám hjá Matsyendra 2018 (20klst)
Jógakennaranám hjá Samma Karuna 2016 (200klst)

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

The ancient rishi Patanjali defines yoga as "neutralization of the alternating waves in consciousness."