Search

Kynningarfundur á 200 klst Yogakennaranámi 16. janúar kl 16.

Haldin verður kynningarfundur til að kynna 200 klst Yogakennaranám sem fyrirhugað er í salnum og á vefnum með Arielle Nash! Hún er reyndur kennaraþjálfari og hefur kennt á Samahita í Tælandi og á yogastöð sinni Ashtanga Yoga Victoria í Kanada um árabil. Hún er mikil áhugamanneskja um hreyfifræði og leggur stund á MA nám því tengdu sem stendur. Einnig hefur hún rannsakað fjölda yoga með það að markmiði að fyrirbyggja meiðsl í ástundun.


Fundurinn verður á zoom og er vefslóðin hér:


Arielle Nash is inviting you to a scheduled Zoom meeting.


Topic: Teacher Training Virtual Info Session

Time: Jan 9, 2021 08:00 AM Vancouver


Join Zoom Meeting

https://us04web.zoom.us/j/79459004058?pwd=TkhpYjhERCs0b1o0dXRVMmxVQmVMZz09


Meeting ID: 794 5900 4058 Passcode: 2021 (not required if using the invite link above)Einnig geturðu komið í Óm, verið með okkur og skoðað aðstöðuna þar sem við verðum saman að læra hjá henni 2 helgar í mánuði í vor ef vindar blása með okkur. Annars er hægt að taka loturnar heima.


Útskrift er áætluð í maí 2021.


Við kynnum með mikilli ánægju 200 klst Yogakennaranám í samvinnu við Arielle Nash og hennar reynslumikla teymi.


Í náminu eru kenndar almennar yogastöður og vinyasa flæði. Arielle kemur upphaflega úr Ashtanga yogahefðinni en eftir rannsóknir sínar á 1400 yogaiðkendum í þeirri hefð og brennandi áhuga á mannslíkamanum eftir margra ára líkamsræktarþjálfun þá hefur hún sett saman yoganám sem leiðir nemendur og verðandi kennara í djúpan skilning um anatómíu í yogaiðkun, rétta líkamsbeitingu í stöðum, virkni bandvefs í stöðum, pranayama ástundun osfrv.


"Asana focus will be multidisciplinary with foundations of Ashtanga (because they are foundational postures), but sequencing for vinyasa and flow, along with additional postural variations that come up in "vinyasa" classes."


Það er sannur heiður að læra hjá manneskju sem er enn að læra og skoða mannslíkamann með gagnrýninni hugsun og er jafnframt í djúpri auðmýkt gagnvart rótum yoga á sama tíma. Hún er í MA námi í Exercise Science í Kanada sem stendur og leiðir námið með gestakennurum.


Hún streymir tímunum til okkar frá Kanada auk þess sem við fáum vinnustofur til okkar á netinu og bóklegt heimanám til að fylla upp í kröfur 200 klst viðurkenndan ramma Yoga Alliance.

Við leitumst því við að hittast í Ómi og læra saman eins og þróun covid leyfir. Annars geturðu verið með heima.


Kennsluhelgarnar:

(4.feb féll út og 18. feb bætt inn í staðinn, 2 klst kvöld)

Feb 18 - 21 Mar 5-7 Mar 27-78 April 17-19 Apr 30 - May 2 May 21-23


What you’ll gain:

Asana Pranayama Yoga Kriyas Meditation Yoga Philosophy Western Anatomy & Physiology Practical Teaching The Art of Adjusting Preparing to Teach


Hér er umsóknin í námið:

https://ashtanga-yoga-victoria.com/teacher-training/


(Umsóknin er neðst á síðuni, þar er grænn takki sem stendur á Apply Now).

Fyllið umsóknina út, prentaðu út sem pdf eða hladdu því niður til að fylla út og sendu Arielle á tölvupóstinn: arielle@ashtangayogavictoria.com


Ef þú vilt spyrja frekar um námið og greiðslufyrirkomulag sendirðu póst á omurakureyri@gmail.com.

Verð er 265.000 ISK.

Innifalið er 3 mánaða í Óm Yoga & Gongsetur meðan á námi stendur.


Arielle gerir kröfu um fyrri yogastöðu ástundun og ef þig vantar æfingu heima fram að námi erum við með fjarkennsluvef með fjölda tíma á heimasíðunni okkar www.omurakureyri.com sem byggjast margir á leiðsögn hennar í ákveðnum grunnstöðum til að þú fáir æfingu í því á íslensku.


Um Arielle af heimasíðu hennar: