
Yoganámskeið fyrir ungt fólk

Yoganámskeið fyrir stúlkur (13-16 ára).
Við kynnum nýtt 4 vikna námskeið fyrir ungar stúlkur (13-16 ára) á miðvikudögum kl 15:45-16:45.
Kennsluplanið er svona:
10. júní kl 15:45-16:45 (miðvikudagur)
16. júní kl 15:45-16:45 (þriðjudagur)
24. júní kl 15:45-16:45 (miðvikudagur)
1. júlí kl 15:45-16:45 (miðvikudagur)
Við stefnum að svipuðu námskeiði frá 8. júlí í aðrar 4 vikur.
Unnið verður með yoga, slökun, hópefli og nærandi samveru á þessu námskeiði. Unnið verður með uppbyggjandi þemu úr yogafræðunum í hverjum tíma.
Námskeiðið er frístundastyrkhæft í gegnum nora kerfið (app) hjá Akureyrarbæ/Rosenborg og kostar 11.000 kr. Smelltu hér til að skoða hvernig þú færð aðgang að Nóra kerfinu.
Ef það er ekki nýtt er hægt er að greiða við komu með reiðufé, leggja inn eða nota greiðslukort.
Þáttakendum býðst einnig að sækja yogatíma á laugardögum sem eru kl 10-11:15 (Sigríður Hafstað) og yoga nidra tíma kl 11:30-12:45 (Birna kennir) meðan á námskeiði stendur.
Kennarar hafa reynslu af ungmennastarfi sl ár og hlakka innilega til að búa til góðar stundir.
Arnbjörg Kristín Konráðsdóttir
Yogakennari og hljóðheilari
Arnbjörg hefur kennt yoga sem unglingavalgrein fyrir Akureyrarbæ sl 3 ár ásamt því að hafa kennt í yoga í frístund í 6 ár í grunnskólum í Kópavogi og fjölda yogaviðburða í Reykjavík fyrir ungt fólk og fjölskyldur í Viðey og á Barnamenningarhátíðum.
Birna Pétursdóttir
Yogakennari
Birna hefur unnið við ungmennastarf sl ár á Akureyri og kennt yoga/yoga nidra undanfarið í Ómi Yoga & Gongsetri.
Við sjáumst!
Arnbjörg og Birna
Ungu fólki gefst einnig kostur að sækja opna tíma og
námskeið á stundatöflu hjá okkur og
nýta frístundastyrkinn sinn í það.
