Hvaða tímar henta mér?

Um kennarana okkar

Jógaflæði og djúpslökun

Áhersla er á hægt og íhugult jógaflæði (slow flow) í bland við grunnstöður, pranayama og hugleiðslur.

 

Í lokin er leidd yoga nidra slökun eða gongslökun. Hentar byrjendum og lengra komnum.

Námskeiðið hefst 4. september og stendur í 6 vikur.

Næsta námskeið eftir það hefst 16. október.

Arnbjörg kennir tímana á þriðjudögum og fimmtudögum kl 17:30-18:45. ATH Þetta er lokað námskeið og þarf að skrá sig.

Gongslökun

Heilandi hljómfall gongsins er ævaforn leið til að finna hugarró, vellíðan og frið. 6 mismunandi gong eru í Ómi Yoga & Gongsetri. Þiggjendur liggja á dýnu með teppi og púða, koma sér sem allra best fyrir og njóta þess að fá svokallað hljóðbað.

Allur líkaminn tekur hljómana inn. Tíðni gonganna er jafnvægisstillandi og orkugefandi og fer inn í hverja frumu líkamans. Hugurinn hvílist oftar en ekki og fólk upplifir létti og opnun sem skapast þegar hugarró færist yfir.

Arnbjörg spilar á þriðjudagskvöldum klukkan 19-20:15. Nauðsynlegt er að skrá sig á omurakureyri@gmail.com, tímarnir eru vinsælir og fyllast fljótt. Ef tímar fyllast í vetur verður aukatími í kjölfarið svo allir komist að.

Iyengar Yoga

BKS. Iyengar lagði áherslu á að allir ættu að geta stundað jóga, hvar sem þeir eru staddir í líkama sínu og lífi. Iyengar yoga hentar byrjendum og lengra komnum.

 

Notast er við "props" eða áhöld ef þörf krefur svo sem yogablokkir, teppi eða ólar til að aðstoða einstaklingum að ná tökum á yogastöðum.

Árný kennir tímana á laugardögum klukkan 11-12:15 í ágúst.

Restorative Yoga

Restorative yogatímarnir eru kenndir að hætti Judith Lasater sem hefur sérhæft sig í savasana og því að slaka sem best á mannslíkama sem hefur verið undir langvarandi streitu og spenna býr í. Notast er við þykkar dýnur, stóra púða undir hné og stuðning við líkamann. Aðeins komast 10 í hvern tíma og er góð hugmynd að skrá sig á omurakureyri@gmail.com til að tryggja þitt pláss. 

Árný kennir á mánudögum og miðvikudögum klukkan 17:30-18:45 í ágúst. Athugið mögulega breyttan tíma í september.

Yin Yoga

Yin yoga er rólegt yoga þar sem gerðar eru 5-6 grunnstöður í hverjum hádegisstíma í 3-5 mínútu.

 

Tilgangurinn er að komast í dýpri teygju og teygja á innri lögum bandvefs í líkama.

 

Hver staða er andlegt ferðalag þar sem við öndum, kyrrum hugann og gefum eftir líkamlega og tilfinningalega.

Arnbjörg Kristín kennir klukkan 12-12:50 á mánudögum.

Af og til koma afleysingarkennarar.

Yoga Nidra

Yoga Nidra er djúpslökunarstund þar sem þiggjandi liggur í savasana (liggjandi stöðu) og er leiddur í dýpri og dýpri slökun.

 

Yoga nidra er kallað jógískur djúpsvefn og er mjög endurnærandi og jarðtengjandi stund. Einn tími hleður líkamann af orku og losar streitu.

Arnbjörg Kristín og Herdís kenna kl 12-12:50 á miðvikudögum og föstudögum. 

Kundalini Yoga

Kundalini Yoga eftir forskrift Yogi Bhajan er umbreytandi, andlegt og fjölbreytt yoga. Hver tími samanstendur af tengingu inn með möntru, upphitun, kriyu (röð yogastaða), slökun og hugleiðslu. Kriyur og hugleiðslu í þessu yoga geta verið að vinna með hugrekki, kærleika, samhygð, sterkara taugakerfi, gleði eða velsæld.

Kennt er klukkan 7-8 á mánudags og miðvikudagsmorgnum og kl 12-12:50 á fimmtudögum. Arnbjörg Kristín kennir og af og til koma gestakennarar.

Ashtanga Yoga

Ashtanga er samansett af röð af stöðum sem nefnast í heild sinni Primary Series. Þessi sería verður kennd í tímum og farið etv í ákveðna hluta hennar eins og nemendum hentar sem koma og ástunda hjá okkur. Krishna Pattabhi Jois var indverskur kennari sem þróaði yoga aðferð sem kölluð er Ashtanga Vinyasa Yoga eða Ashtanga Yoga.

Kennari er Ester og hún kennir á ensku. Tímarnir hefjast í september.

Arnbjörg Kristín Konráðsdóttir
 

Arnbjörg Kristín sér um daglegan rekstur Óms og leggur áherslu á hægt og íhugult jógaflæði (slow flow) í bland við grunnstöður, pranayama og hugleiðslur. Í lokin er yfirleitt yoga nidra frá hefð Bihar eða gongslökun.

Einnig spilar hún á gong, kennir á gong, heldur hugleiðslunámskeið og leggur rækt við 11 ára son sinn sem vinnur stundum í afgreiðslunni.

Hún hefur lært og starfað með fjölmörgum dýrmætum kennurum innan hefðar Kundalini yoga eftir forskrift Yogi Bhajan, Ashtanga Yoga ásamt kennurum í Vinyasa flæði, Yoga nidra, barnajóga og fjölskyldujóga.

Til að nefna aðeins nokkra eru: Shiv Charan Singh, Shakta Kaur Khalsa, stofnandi og kennari í Radiant Child Yoga, Gurudass Kaur, Nirinjan Kaur, Bibi Nanaki, Gurudharam Singh Khalsa, Mooji, Siri Atma S. Khalsa, Guru Dev Singh, Ingibjörg Stefánsdóttir, Harmony Slater, Sven Butz, Ryan C. Leier and Lauren Scruton.

Arnbjörg gaf út bókina Hin sanna náttúra árið 2013 í Ómi Yoga & Gongsetri og hjá Sölku forlagi. Hún er ein stofnenda og er í forsvari fyrir styrktarfélagið Jógahjartað sem vinnur að auknu aðgengi jóga, hugleiðslu og slökunar innan grunnskólakerfisins fyrir ungt fólk. Félagið einbeitir sér nú að árlegum hugleiðsludegi grunnskólabarna. www.jogahjartad.com

Hún býður einkatíma í yoga/hljóðheilun og núvitundarheiluninni Sat Nam Rasayan. Hún kennir einnig kennaranám í HAF Yoga (Holistic Aqua Flow) á Heilsustofnun í Hveragerði í þriðja sinn í vetur.

​​​

​Árný Ingveldur Brynjarsdóttir

 

Árný kennir Restorative yoga og Iyengar yoga í Ómi en hún lauk kennaranámi sínu í jóga, byggðum á forskrift Iyengar (Hatha jóga) árið 2017. Iyengar lagði áherslu á að allir ættu að geta stundað jóga, hvar sem þeir eru staddir í líkama sínu og lífi.

Einnig hefur Árný setið ýmiss námskeið og lagt mikla áherslu á líffæra og lífeðlisfræði líkamans og sérhæfir sig í slökunar jóga að forskrift Judith Lasater (Restorative yoga).


“Jóga er hér til að þjóna þínum líkama á þeim stað sem hann er núna. “

Ester

Ester kemur frá Spáni, hefur stundað yoga frá 14 ára aldri og mun kenna 1-2 kynningartíma í Ashtanga Yoga í September og koma inn einu sinni í viku með Ashtanga Yoga tíma á stundatöflu frá og með 1. október því það er óskaplega mikið að gera í vinnunni hjá henni.

Hún er mikið ljúfmenni og yndi að hafa með okkur í Ómi.

The ancient rishi Patanjali defines yoga as "neutralization of the alternating waves in consciousness."