Næstu námskeið

HAF Yoga (Jóga í vatni):

 

6 vikur
Boðaþingi 5-7 - kennt á mánudögum og miðvikudögum kl 17:30-18:30.

Kennari Bergþóra

Skráning bessyolafs@gmail.com.

Verð: 6 vikur/12 skipti 19.500 kr 

3 vikur/6 skipti 9750 kr.
 

6 vikur
Grensáslaug - kennt á þriðjudögum og fimmtudögum kl 17-18.

Kennari:Steinunn

Skráning: stakanna@gmail.com.

Verð: 6 vikur/12 skipti 19.500 kr 

3 vikur/6 skipti 9750 kr.

6 vikur

Kennsla í Suðurbæjarlaug í Hafnarfirði.

Kennari: Þórey Ingveldur Guðmundsdóttir.

Skráning: thoreyig@simnet.is

Vertu velkomin í ljúfa og slakandi tíma sem hafa notið aukinna vinsælda síðan við hófum kennslu fyrir 9 árum síðan. Við höfum starfað undir nafninu Jóga í vatni en erum að taka upp nýtt alþjóðlegra nafn vegna áhuga erlendis. Holistic Aqua Flow eða HAF Yoga.

Nú kennum við í 4 sundlaugum að staðaldri, bjóðum 6 vikna námskeið í senn og erum  með kennaranám á Heilsustofnun í Hveragerði sem hefst næst 

11. september 2020.


Við gerum aðlagaðar jógaæfingar að vatni, slökum á í flotbúnaði og hugleiðum í heitum potti í lok tímans. Hreyfing í vatni slakar náttúrulega á vöðvum, viðheldur hreyfigetu liða, þjálfar djúpvöðvavirkni og losar streitu.

Í H.A.F. Yoga vinnum við með yoga (þmt. teygjur, flæðisæfingar, stöður, hugleiðslur og öndun), vatn og hljóð til slökunar á sérstakan hátt.


Engin fyrri reynsla nauðsynleg.

Lestu meira hér til hægri um kennarana.


Allar hafa þær ástundað 200 stunda jóganám í vatni undir handleiðslu Arnbjargar Kristínar Konráðsdóttir ásamt meðkennurum og lært saman jóga í vatni á Heilsustofnun í Hveragerði sl árin.

Við tökum innilega vel á móti ykkur.

Arnbjörg Kristín Konráðsdóttir

Akureyri

Skráning: hafyoga@gmail.com.

Jógakennari, stofnandi og kennaraþjálfari í H.A.F Yoga / Jóga í vatni.

"Ég hef ástundað jóga nær daglega í 10 ár en hóf jógakennaranám fyrir 9 árum síðan. Jóga, vatn og hljóðheilun er fullkomin streitulosun og endurnærir líkama, huga og sál á umvefjandi hátt í mínu hjarta. Það er djúp og einlæg ánægja að deila H.A.F. Yoga með hópum á námskeiðum og í almenningslaugunum sl 8 ár hérlendis og erlendis.

Bergþóra Ólafsdóttir

Boðaþing

Skráning: bessyolafs@gmail.com / 694-9985.

Viðurkenndur kennari í H.A.F Yoga / Jóga í vatni.

"Ég var full af streitu og stoðvirkjum þegar ég hóf námið, þrátt fyrir allskonar líkamsrækt. Vatnið, núvitundin mjúkar teygjur hugleiðsla og flotið er frábær leið til að heila líkama og sál, sem mig langa að miðla til allra."

Steinunn Anna Kjartansdóttir

Grensáslaug

Skráning: stakanna@gmail.com / 869-2507

Viðurkenndur kennari í H.A.F Yoga / Jóga í vatni. Steinunn Anna er menntaður íþrótta og tómstundafræðingur ásamt því að hafa verið hóptímakennari í líkamsræktargeiranum í mörg ár.

Hún elskar jóga og vatn og hlakka til að vera með ykkur í vetur. Steinunn á GONG að auki núna og kemur af og til með það í tíma.

Þórey Ingveldur Guðmundsdóttir

Suðurbæjarlaug í Hafnarfirði.

Skráning: thoreyig@simnet.is / 897-9021

Viðurkenndur kennari í H.A.F Yoga / Jóga í vatni. Viðurkenndur kennari í Yoga Nidra.

Hef stundað jóga í vatni ásamt öðru jóga til fjölda ára og tel það flotta leið til að vinna með líkama og sál.

Screen Shot 2017-11-11 at 22.44.30.png

KENNARANÁM 

HAF YOGA 2019-2020

HAF Yoga (áður Jóga í vatni) hefur verið kennt undanfarin 9 ár á Íslandi við vaxandi vinsældir.

Vegna áhuga sem hefur skapast verður haldið fjórða jógakennaranámið í vatni haustið 2020 sem mun ljúka vorið 2021. Þetta er 200 klst alþjóðlega viðurkennt nám af Yoga Alliance.

Arnbjörg Kristín Konráðsdóttir er viðurkenndur RYS 200 jógakennari frá Yoga Alliance, kundalini jógakennari og
jógískur ráðgjafi og mun leiða námið auk annarra fagaðila. Hún á að baki 600 klst jóganám hjá alþjóðlega viðurkenndum  jógakennurum og yfir 3000 kennslustundir í jóga hér heima og erlendis og opnaði nýlega Óm Yoga & Gongsetur á Akureyri þar sem hún býr og starfar að jafnaði. Hún hefur kennt á vegum Krabbameinsfélagsins, Háskólans á Akureyri, Starfsendurhæfingar og haldið fjöldann allan af jógatengdum viðburðum fyrir Reykjavíkurborg (Borgarsögusafn), Listasumar á Akureyri og ÍTR.

Auka Arnbjargar munu eftirtaldir leiðbeinendur kenna:
Valdís Arnardóttir raddþjálfari.
Ólafi Ingi Grettisson sjúkraflutningsmaður og skyndihjálparkennari.
Rakel Sigurgeirsdóttir sjúkraþjálfari

Talið er líklegt að fyrri nemendur komi og hvetji okkur til dáða þegar líða tekur á námið.

Arnbjörg Kristín hefur þróað og haldið fjölda námskeiða og viðburða í HAF Yoga bæði á höfuðborgarsvæðinu og á Akureyri sl. 9 ár sem og sótt framhaldsnám í vatnsþjálfun hjá AEA í Bandaríkjunum.

Fjöldatakmörkun er í námið og ekki teknir fleiri inn en 11 manns í einu. Fyrirhugað er að kenna á Heilsustofnun NLFI í Hveragerði í 6 lotum auk þess sem við höfum eina lotu nær náttúrulaug. Hver lota varir í 3 daga (föstudaga, laugardaga og sunnudaga í alls 30 klst) og verður farið í nauðsynlega verklega og fræðilega grunnþætti sem lúta að jóga, hugleiðslu, slökun, sjálfskærleika, mannslíkamann og vatnsþjálfun. Verð 310.000,-kr og er morgunverður, hádegisverður og síðdegishressing innifalinn alla dagana. (hægt að skipta greiðslum). Hægt er að panta gistingu á Heilsustofnun ef áhugi er fyrir hendi.

Helgarnar:
21.-23. ágúst
20.-22. september
25.-27. október
17.-19. janúar
21.-23. febrúar
20.-22.mars
24.-26. apríl

Hér er á ferðinni einstakt og hagnýtt nám fyrir alla sem vilja ná betri á jógaiðkun og kennslu sem og yfirfærslu jógaæfinga í vatni. Farið verður í jógíska heimspeki, fróðleik um hugleiðslu, öndun, jóga og slökun auk þess sem þátttakendur fá grunn í raddþjálfun og námskeið í björgun í vatni sem er lögbundið skilyrði áður en viðkomandi fer að starfa við jógakennslu í vatni (endurmenntun á 2 ára fresti að lágmarki).

Hver nemandi vinnur að auki einn á einn með Arnbjörgu að dýpkun eigin hugleiðslu og jógaiðkunar meðan á námi stendur til að öðlast betri skilning á áhrifum á líf og líðan.

Sendu póst á hafyoga@gmail.com til að sækja um og þú færð umsóknina senda til baka!

Seinast dagur til að sækja um er 1. ágúst 2019!

Verið innilega velkomin
Arnbjörg Kristín Konráðsdóttir
www.hafyoga.is