top of page

Ómur Yoga & Gongsetur

Verið velkomin í bjarta, fallega og heimilislega yogastöð í Holtahverfinu á Akureyri.

Við bjóðum upp á fjölbreytta yogatíma, gongslökun, yoga nidra og gestakennara (innlenda og erlenda) því okkar hjartans ósk er að þetta sé staður þar sem allar sálir geta lært, vaxið og fengið stuðning til að upplifa jákvæða breytingu á eigin lífi.

 

Við erum einnig gongsetur og veitum ráðgjöf um og seljum gong. Við bjóðum einkatíma og námskeið í þessari ævafornu heilunarlist.

 

Yoga er upprunnið fyrir mörg þúsundum ára. Það kemur frá Indlandi og hefur í raun verið í sífelldri þróun frá upphafi tíma milli kynslóða og kennara. Orðið yoga þýðir yoke eða sameining; tenging.

Ástundun yoga færir okkur jafnvægi innra og ytra og leitast við að gera okkur að heilsteyptari manneskjum sem eru færar um að takast á við lífsins áskoranir af yfirvegun í tengslum við innri styrk.

Hér fyrir neðan er hægt að lesa um yogatímana sem við bjóðum upp á.

stundatafla2021.png

Bókanir í eftirfarandi á töflu er hér: omurakureyri@gmail.com

Hvaða tímar henta mér?

omuryoga (20 of 291).jpg
47322887_1963373010635968_74240633572687
Yoga Equipment
Relaxing by the Water
Buddha Statue
Fitness for future mothers

Um kennarana okkar

Arnbjorg_Omur_Profile.jpg

Yogaflæði og djúpslökun

Áhersla er á hægt og íhugult jógaflæði (slow flow) í bland við grunnstöður, pranayama og hugleiðslur.

Hægt er að koma inn sem byrjandi í þessa tíma að því gefnu að þú sért með samþykki læknis/sjúkraþjálfara ef að um uppbyggingu eftir meiðsli er að ræða. Ef um ræðir almennan stirðleika og hreyfingarleysi þá er í góðu lagi að koma, hlusta á líkamann og vera með.

 

Í lokin er leidd yoga nidra slökun eða gongslökun. Hentar byrjendum og lengra komnum.

Gongslökun

Heilandi hljómfall gongsins er ævaforn leið til að finna hugarró, vellíðan og frið. 6 mismunandi gong eru í Ómi Yoga & Gongsetri. Þiggjendur liggja á dýnu með teppi og púða, koma sér sem allra best fyrir og njóta þess að fá svokallað hljóðbað.

Allur líkaminn tekur hljómana inn. Tíðni gonganna er jafnvægisstillandi og orkugefandi og fer inn í hverja frumu líkamans. Hugurinn hvílist oftar en ekki og fólk upplifir létti og opnun sem skapast þegar hugarró færist yfir.

Arnbjörg spilar á þriðjudagskvöldum klukkan 20:15-21:15. Nauðsynlegt er að skrá sig á Mind Body appinu okkar fyrirfram. Þú getur líka prófað að koma og sjá til hvort er ekki laust. Yfirleitt sleppur þetta :).

Restorative Yogaflæði

Restorative yogaflæði eru tímar sem byggjast upp á mjúkum teygjum, öndun og restorative slökunarstöðum sem eru slakandi fyrir mannslíkamann og losa um langvarandi streitu.

 

Notast er við þykkar dýnur, stóra púða undir hné og stuðning við líkamann.

Yoga Nidra

Yoga Nidra er djúpslökunarstund þar sem þiggjandi liggur í savasana (liggjandi stöðu) og er leiddur í dýpri og dýpri slökun.

 

Yoga nidra er kallað jógískur djúpsvefn og er mjög endurnærandi og jarðtengjandi stund. Einn tími hleður líkamann af orku og losar streitu.

Hugleiðsla

Vertu velkomin á hugleiðslunámskeið fyrir alla sem vilja tileinka sér leiðir til að kyrra hugann á áhrifaríkan hátt í daglegu lífi.
Kenndar verða nokkrar einfaldar hugleiðslur á námskeiðinu þar sem stuðst er við öndun, núvitund og slökunaraðferðir í lok hvers tíma.

Námskeiðið hentar fólki vel vill lifa núna, taka upp ný og betri lífsviðhorf og njóta lífsins í lífi og starfi. Þáttakendur eru svo hvattir til að ástunda reglulega heima milli tíma.


.

Meðgönguyoga

6 vikna námskeið í meðgönguyoga sem undirbúa verðandi móður fyrir fæðinguna með mjúkum og öruggum yogaæfingum, öndun hugleiðslu og slökun.

 

Arnbjörg Kristín kennir tímana og býður mæður innilega velkomnar á sínum forsendum. Það er alltaf í boði að slaka á og gera það sem hægt er þann daginn.

Arnbjörg Kristín Konráðsdóttir
 

Arnbjörg Kristín sér um daglegan rekstur Óms og leggur áherslu á hægt og íhugult jógaflæði (slow flow) í bland við grunnstöður, pranayama og hugleiðslur. Í lokin er yfirleitt yoga nidra frá hefð Bihar eða gongslökun.

Einnig spilar hún á gong, kennir á gong, heldur hugleiðslunámskeið og leggur rækt við 11 ára son sinn sem vinnur stundum í afgreiðslunni.

Hún hefur lært og starfað með fjölmörgum dýrmætum kennurum innan hefðar Centered Yoga í Tælandi, Kundalini yoga, Ashtanga Yoga ásamt kennurum í Vinyasa flæði, Yoga nidra, barnajóga og fjölskyldujóga.

Hún er ein stofnenda og er í forsvari fyrir styrktarfélagið Jógahjartað sem vinnur að auknu aðgengi jóga, hugleiðslu og slökunar innan grunnskólakerfisins fyrir ungt fólk. Félagið einbeitir sér nú að árlegum hugleiðsludegi grunnskólabarna. www.jogahjartad.com

Hún býður einkatíma í yoga/heilun. Hún kennir einnig kennaranám í HAF Yoga (Holistic Aqua Flow) á Heilsustofnun í Hveragerði í fimmta sinn í vetur.

 

 

 

 

 

 

The ancient rishi Patanjali defines yoga as "neutralization of the alternating waves in consciousness."

bottom of page